Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 08.03.2001, Síða 2

Bæjarblaðið Jökull - 08.03.2001, Síða 2
Nú hefur prentsmiðjan Steinprent þriðju tilraun til reglulegrar útgáfu bæjar- blaðs, blaðið ber heitið Bæj- arblaðið Jökull og mun koma út vikulega þ.e. á fimmtu- dögum. Ætlunin er að þetta verði frétta- og auglýsinga- blað. Þar sem að blað í ekki stærra sveitarfélagi en okkar ber ekki fréttafólk í fullu starfi mun verða treyst á að íbúar Snæfellsbæjar láti vita ef eitthvað fréttnæmt kemur upp og er þá í uppáhaldi stofnun nýrra fyrirtækja, endubætur á eldri fyrirtækj- um, nýir bátar, framtaksemi einstaklinga og félagasam- taka og bara allt það sem létt- ir lund og gerir okkur stolt af sveitarfélaginu. Fréttum og fréttatilkynn- ingum er hægt að koma sím- leiðis í Steinprent í síma 436 1617, á fax: 436 1610, net- fang: steinprent@simnet.is og að sjálfsögðu með pósti að Sandholti 22a, Ólafsvík, 355 Snæfellsbæ. Ekki er verra ef mynd fær að fljóta með en við getum einnig komið og tekið mynd. Eins og áður segir þá er þetta þriðja tilraun til útgáfu hjá prentsmiðjunni en fyrri tilraunir voru “Kapallinn”, dagskrárblað sem kom út vikulega í lok árs 1993 en lifði ekki til áramóta, því var dreift frítt inn á hvert heimili í Ólafsvík og hafði að geyma dagskrá þeirra rása sem dreift var í Villa video á þeim tíma alls 7 rásir. Athygli vakti hjá mér þegar ég flétti í gegnum þessi blöð að 90% þeirra auglýsinga sem voru í blað- inu voru auglýsingar frá prentsmiðjunni eða smáaug- lýsingar frá eigendum og að- standendum prentsmiðunn- ar, svo að ekki var von á öðru en að útgáfunni væri hætt. Í árslok 1994 var gerð til- raun með útgáfu á blaði fyrir jólin sem bar heitið “Fáein orð í Snæfellsbæ” og var dreift frítt á hvert heimili í Snæfellsbæ, hlé var gert á þeirri útgáfu til nóvember- byrjunar 1995 en eftir það kom blaðið út hálfsmánaðar- lega þar til síðasta tölublaðið leit dagsins ljós í febrúar 1997. Talsvert var orðið um fréttir í blaðinu undir lokin en þeim mun minna af aug- lýsingum og þar sem prent- smiðjan var með starfsmann á launum við að ritstýra blað- inu var blaðið rekið með tapi og útgáfunni því hætt. Þetta nýja blað á að vera auglýsinga- og fréttablað eins og áður segir en ekki verður lögð áhersla á sögur og greinar þó að þeim verði e.t.v. gefið pláss í gúrkutíð, en þess háttar efni á frekar heima í afmælisblöðum ým- iskonar og Sjómannadags- blaðinu okkar allra sem von- andi kemur út áfram um ókomna tíð. Ég vil benda klúbbum og félagasamtökum á að hægt er að kynna það sem vel er gert hjá þeim í blaðinu þó að ég frábiðji mér uppgjör margra ára. á blað- síðu 2 er ætlunin að verði einn dálkur sem er hugsaður fyrir klúbba og félög til að auglýsa fundi, fyrst um sinn verður ekki tekið gjald fyrir þessa þjónustu og efni ein- skorðast við merki fé- lags/klúbbs, fundarstað og fundartíma. Ábendingar um efni og það sem betur má fara eru vel þegnar þó að ekki sé gef- ið að farið verði eftir þeim öllum strax. Oft er það svo að það sem ekki þykir frétt- næmt hjá landsblöðunum þykir okkur heimafólkinu e.t.v. fréttnæmt. Með bættum tækjakosti Steinprents er nú hægt að prenta blaðið í meiri gæðum og á styttri tíma en fyrri blöð prentsmiðjunnar, samt sem áður er ætlunin að setja tíma- mörk á skilatíma efnis og auglýsinga við þriðjudag fyr- ir útgáfu kl. 19,00 og þegar um stærri útgáfur er að ræða eins og fyrir jól og þess hátt- ar verður skilatími auglýstur sérstaklega. Að lokum er rétt að geta þess að ég ætla mér ekki að eigna mér eitthvert pláss í blaðinu undir ritsjórapistla heldur mun ég frekar pota einhverju niður á blað þegar og ef eitthvað liggur mér á hjarta. Með von um að íbúar Snæ- fellsbæjar taki vel í þessa við- leitni til blaðaútgáfu. Ritstóri og áb. maður Jóhannes Ólafsson Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og dreift á hvert heimili í Snæfellsbæ. Blaðið kemur út vikulega. Upplag: 700 Áb.maður: Jóhannes Ólafsson Prentun: Steinprent ehf. Frá ritstjóra FUNDIR KLÚBBA OG FÉLAGA Lionsklúbbur Ólafsvíkur Safnaðarheimili Ólafsvíkur sunnudagskvöld 11. mars kl. 20,30 Lionsklúbburinn Rán Safnaðarheimili Ólafsvíkur þriðjudagskvöld 13. mars kl. 20,00 Í síðustu viku hófu hjónin Sigurjón Fannar Jakobsson og Unnur Guðmundsdóttir rekstur efnalaugar sem þau kalla Snæþvott. Efnalaugin er staðsett að Fagurhólstúni 2 í Grundarfirði. Langt er síðan síðast var rekin efnalaug á Snæfells- nesi en það mun hafa verið Sjöfn Sölvadóttir og Ólafur Tryggvason sem ráku fata- hreinsun að Túnbrekku 7 í Ólafsvík frá árinu 1979 og allt fram til október 1984 en þá keyptu Pétur F. Karlsson og Kristín Guðmundsdóttir (Fíi og Didda) hreinsunina og fluttu að Kirkjutúni 2 þar sem nú er Skipaþjónusta Esso, þar var fatahreinsun rekin samhliða fataverslun til 1986. Snæþvottur mun standa undir nafni því ætlunin er að þjónusta allt Snæfellsnes. Í Ólafsvík verður tekið á móti fatnaði í hreinsun hjá Hárgreiðslustofu Unnar Óladóttur og á Hellissandi er það Hraðbúð Esso sem tekur á móti. Efnalaug í Grundarfirði

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.